Viltu skrifa upp á óútfylltan víxil?

Morgunblaðið, 19. október 2012

Ýmsir áróðursmenn fyrir tillögum stjórnlagaráðs hafa að undanförnu látið eins og eina leiðin til að koma í gegn einhverjum breytingum á stjórnarskránni sé að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs eins og þær liggja nú fyrir. Er með því gefið í skyn að þeir sem mikinn áhuga hafa á að breyta einhverju í stjórnarskránni, kannski bara einu, tveimur eða þremur atriðum, eigi ekki annarra kosta völ en samþykkja allan pakkann. Annars muni ekkert gerast.

Lesa meira...
 
Enn ein blekkingin í stjórnarskrármálinu

Morgunblaðið 17. oktober 2012

Ég hef að undanförnu orðið þess var að sumir stuðningsmenn tillagna stjórnlagaráðs telja að 111. gr. í tillögum ráðsins feli í sér "meiri vörn" gagnvart fullveldisframsali en felst í núgildandi stjórnarskrá. Hefur því jafnvel verið haldið fram að verði stjórnarskránni ekki breytt geti Alþingi ákveðið inngöngu í ESB án nokkurrar aðkomu þjóðarinnar. Með tillögu stjórnlagaráðs sé þó a.m.k. tryggt að slíkt skref verði ekki stigið nema í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjónarmið í þessa átt hafa m.a. heyrst nýlega frá stjórnlagaráðsliðunum fyrrverandi, Þorvaldi Gylfasyni og Eiríki Bergmann Einarssyni.

Lesa meira...
 
Blekkingar í umræðum um stjórnarskrártillögur

Morgunblaðið, 12. október 2012

Það hefur oft vakið undrun mína í umræðum um tillögur stjórnlagaráðs og atkvæðagreiðsluna 20. október hve sumir stuðningsmenn tillagnanna eru tilbúnir til að seilast langt í málflutningi sínum. Ég hef áður á þessum vettvangi vakið athygli á ákveðnum rangfærslum og villandi málflutningi um að núgildandi stjórnarskrá væri bara stjórnarskrá danska konungsveldisins frá 19. öld og að Alþingi hefði aldrei reynst færst um að breyta stjórnarskránni. Hvorugt stenst skoðun, en er þó endurtekið hvað eftir annað í opinberri umræðu.

Lesa meira...
 
Hvers konar ákvæði um fullveldisframsal?

Morgunblaðið, 8. október 2012

Eitt af þeim fjölmörgu atriðum í tillögum stjórnlagaráðs, sem litla sem enga umræðu hafa fengið að undanförnu, er ákvæðið um fullveldisframsal. Í 111. gr. tillagnanna er að finna afar opna og víðtæka heimild til að framselja ríkisvald til alþjóðlegra stofnana. Skilyrði þess að slíkt framsal sé heimilt eru mjög almennt orðuð og aðeins er gerð krafa um einfaldan meirihluta á Alþingi og meirihlutastuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu, en t.d. engin skilyrði um lágmarksþátttöku eða lágmarksstuðning við slíka ákvörðun í atkvæðagreiðslunni.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL