Hvatvíslegar stjórnarskrárbreytingar og ráðlauslega staðið að verki
AMX 3. apríl 2009
Eftir Birgi Ármannsson
Í dag hófst 2. umræða á Alþingi um frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem flutt er af  forsætisráðherra, fjármálaráðherra, formanni Frjálslynda flokksins og varaformanni Framsóknarflokksins. Við sjálfstæðismenn höfum harðlega gagnrýnt allan aðdraganda og málsmeðferð vegna frumvarpsins, skort á samráði og hroðvirknisleg vinnubrögð. Við höfum lagt á það áherslu, að meira máli skipti að vanda til verka en að ljúka þessum breytingum þegar í stað.

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna og fylgiflokka þeirra í þinginu hafa sýnt því afar lítinn skilning þegar við höldum þessum sjónarmiðum á lofti og hafa gefið í skyn að á bak við varnaðarorð okkar búi einhverjar annarlegar hvatir.

Þetta er sérstaklega einkennilegur málflutningur af hálfu þessara þingmanna. Viðurkennt er í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að vanda skuli sérstaklega vel til undirbúnings og málsmeðferðar  vegna stjórnarskrárbreytinga. Hvarvetna er lögð sérstök áhersla á að um slíkar breytingar náist sem víðtækust samstaða og umfjöllun um stjórnarskrárbreytingar sé ekki dregin inn í flokkspólitískt dægurþras. Í nýlegum pistli mínum hér á þessum vettvangi vakti ég einmitt athygli á því hvernig Svíar og Finnar hafa staðið að undirbúningi stjórnarskrárbreytinga á síðustu árum. Vinnubrögð þeirra annars vegar og meirihlutaflokkanna á Alþingi hins vegar eru alveg eins og svart og hvítt.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL