Jólasveinarnir eru snemma á ferðinni í ár

 Eftir Birgi Ármannsson 

Birtist á pressunni 8. nóvember 2012 

Helsta frétt dagsins í flestum fjölmiðlum var sú að ríkisstjórnin „hafi tryggt fjármögnun“ fjárfestingaráætlunar sinnar til næstu ára. Fjármálaráðherra og varaformenn ríkisstjórnarflokkanna efndu til blaðamannafundar í morgun og greindu þar frá verkefnum fyrir rúma sex milljarða króna, sem fá eiga viðbótarfjármagn á fjárlögum 2013. Um leið var getið um ákveðin útgjaldaáform fyrir árin 2014 og 2015. Um er að ræða talsverðan fjölda verkefna, sem flest hafa á sér jákvæðan blæ, en um fjármögnunina er það eitt sagt að hún verði tryggð með arðgreiðslum vegna eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum og sölu eigna. Uppsetningin er með þeim hætti, að þessir ágætu stjórnmálamenn eru látnir birtast almenningi eins og góðgjarnir jólasveinar, sem koma til byggða aðeins á undan áætlun og útdeila gjöfum til þægu barnanna.

Lesa meira...
 
Stöðugleiki í skattamálum?

Eftir Birgi Ármannsson 

Morgunblaðið 8. nóv 2012 

Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum snemma árs 2009 hafa verið gerðar vel yfir 100 breytingar á skattalögum. Talningin er ekki nákvæm, enda eru breytingarnar það margar og tíðar að erfitt er að henda reiður á stöðunni, jafnvel fyrir þá sem hafa að aðalstarfi að fylgjast með skattlagningu og skattframkvæmd.

Lesa meira...
 
Fjárlagafrumvarp, sóknargjöld og þjóðkirkjan

Morgunblaðið, 3. nóvember 2012

Undanfarnar vikur hafa margir innan þjóðkirkjunnar, bæði lærðir og leikir, vakið athygli á þeim áformum um niðurskurð framlaga til kirkjunnar, sem birtast í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir áframhaldandi skerðingum á framlögum til kirkjunnar, meðal annars með þeim hætti að í stað þess að innheimt sóknargjöld skili sér að fullu til kirkjunnar – og raunar annarra trúfélaga í réttum hlutföllum – taki ríkið sjálft sífellt meira til sín.

Lesa meira...
 
Meingallaður mannréttindakafli

 Eftir Birgi Ármannsson 

Birtist á pressunni 19. október 2012

Mannréttindakaflinn í tillögum stjórnlagaráðs hefur lítið verið ræddur í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Það er miður, því breytingarnar, sem í kaflanum felast, eru umtalsverðar og geta haft mikil en á margan hátt ófyrirsjáanleg áhrif, verði tillögurnar lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Að mínu mati er kaflinn verulega gallaður og gæti einn og sér, þó ekki kæmi annað til, gefið nægt tilefni til að hafna tillögum ráðsins í atkvæðagreiðslunni. Ég vék að þessu í stuttri þingræðu í gær, fimmtudaginn 18. október, og hef í kjölfarið verið spurður af nokkrum áhugasömum einstaklingum hvað ég hafi helst út á kaflann að setja. Líta má á þessa samantekt sem tilraun til að svara því.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL