Hve mörg störf tapast vegna ríkisstjórnarinnar?

Morgunblaðið 31. mars 2010
Undanfarna daga hafa ýmsir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gert sér mat úr þeirri kenningu eins af hagfræðingum Seðlabankans, að 3.300 störf í landinu geti tapast vegna frekari tafa á afgreiðslu Icesave-samninganna. Þessi spuni stjórnarliða er auðvitað ekkert annað en framhald á þeim hræðsluáróðri, sem rekinn hefur verið frá vori 2009 til þess að fá þing og þjóð til að fallast á fullkomlega óviðunandi skilmála vegna þessara samninga, sem ekki byggja á neinum haldbærum lagalegum forsendum. Hér er líka um að ræða lið í annars konar áróðri stjórnarliða, sem felst í því að afsaka ráðleysi sitt og dáðleysi í öllum öðrum málum með töfum vegna Icesave.

Allt er þetta til þess ætlað draga athyglina frá því að lítið hefur þokast í tíð þessarar ríkisstjórnar í þá átt að ná efnahagslífinu upp úr öldudalnum. Það ætti út af fyrir sig að vera verðugt rannsóknarefni fyrir reiknimeistara Seðlabankans eða aðra hagfræðinga að leggja mat á hve mörg störf hafa nú þegar tapast eða munu tapast á næstu mánuðum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda. 

Lesa meira...
 
Langlundargeð þjóðarinnar er á þrotum

Morgunblaðið 25. mars 2010
Engum dylst að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd þarf að glíma við viðamikil verkefni og erfiða stöðu á mörgum vígstöðvum. Það er enginn öfundsverður af því að stýra þjóðarskútunni um þessar mundir, eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi við að benda á. Þessi skilningur á hinni erfiðu stöðu hefur leitt til þess að á nærfellt 14 mánaða valdatíma stjórnarinnar hafa landsmenn sýnt henni umtalsverða þolinmæði í þeirri von að senn færi Eyjólfur eitthvað að hressast. Á það jafnt við um samtök vinnuveitenda og launafólks, önnur hagsmunasamtök, fjölmiðla, almenning í landinu og jafnvel stjórnarandstöðuna á Alþingi. Trúlega upplifa forystumenn ríkisstjórnarinnar stöðuna með öðrum hætti – enda ekkert sérstaklega þekktir fyrir að taka gagnrýni vel – en miðað við síversnandi ástand í þjóðfélaginu verður ekki annað sagt en að stjórninni hafi verið sýnt mikið langlundargeð.

Lesa meira...
 
Ætlar Björgvin G. í alvöru að vinna með VG?

AMX 17. apríl 2009
Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi viðskiptaráðherra, skrifar pistil á vef Pressunnar í gær þar sem hann setur fram afar afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum. Hann segir meðal annars:

„Aðildarumsókn að Evrópusambandinu er ekki lausn á öllum okkar vanda en það er engin lausn til lengri tíma án aðkomu ESB og umsóknar um aðild. Styrking gengis og trúverðugleiki í samfélagi þjóðanna skipta sköpum í endurreisninni og því er kosið um þetta gríðarlega mikilvæga mál í vor. Stærstu mistök síðustu stjórnar var að skjóta þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar á frest. Því fór sem fór. Það mun ekki gerast aftur. En kjósendur hafa um það síðasta orðið eftir rúma viku.“

Þessi sjónarmið ítrekar Björgvin svo þegar líða tekur á pistilinn og segir:

„Við megum aldrei aftur fresta framtíðinni með því að skjóta Evrópu- og gjaldmiðilsmálum á frest. Þau mistök voru dýrkeypt við síðustu stjórnarmyndun og eru að hluta orsök þess hve alvarlegir erfiðleikar okkar eru nú. Á það bentum við mörg en það skortir enn pólitíska samstöðu um málið í landinu.“

Lesa meira...
 
Áformin um stjórnlagaþing verða æ óljósari
AMX 5. apríl 2009
Eftir Birgi Ármannsson
Áform stjórnarflokkanna og fylgiflokka þeirra á Alþingi, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins, um stjórnlagaþing verða æ óljósari. Fulltrúar þessara flokka í sérnefnd um stjórnarskrármál hafa skilað breytingartillögum og nefndaráliti, þar sem er að finna nýjar tillögur um stjórnlagaþing, gerólíkt því sem gert er ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi þessara flokka.

1. Fyrsta stjórnlagaþing Framsóknarflokksins
Áður en lengra er haldið er ástæða til að minna á að fyrr í vetur  lagði Framsóknarflokkurinn fram sína eigin útgáfu af stjórnlagaþingi. Þar var gert ráð fyrir 63 fulltrúum og jafn mörgum varafulltrúum, sem starfa ættu í 6 mánuði. Miðað var við að fulltrúarnir væru í fullu starfi þann tíma sem þingið starfaði. Auk þess var í tillögu þeirra að stjórnarskrárákvæði að finna ítarlegar hugmyndir um útfærslu þingsins. Þetta frumvarp var lagt fram snemma í febrúar.
Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL