Um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu

Morgunblaðið, 21. júlí 2012

Þann 24. maí sl. samþykkti meirihluti Alþingis þingsályktun um „ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um frumvarp til stjórnarskipunarlaga“, eins og það var orðað. Samkvæmt endanlegu orðalagi ályktunarinnar átti atkvæðagreiðslan að fara fram „eigi síðar en 20. október 2012“.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna kveða á um að atkvæðagreiðslur af þessu tagi megi ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur mánuðum eftir ákvörðun Alþingis þar um. Fólst því í þessu orðalagi að atkvæðagreiðslan gæti orðið einhvern tímann á tímabilinu 24. ágúst til 20. október. Hinn eiginlegi kjördagur var með öðrum orðum ekki ákveðinn með samþykkt  tillögunnar, heldur fólst í orðalagi hennar ákveðið svigrúm til að efna til atkvæðagreiðslunnar einhvern tímann á tæplega tveggja mánaða tímabili. Augljóst virðist að meirihluti þingsins hafi meðvitað ákveðið að skilja eftir eitthvað svigrúm að þessu leyti, því annars hefði kjördagurinn verið skýrt tiltekinn, til dæmis með því að orða textann einfaldlega á þann hátt,  svo dæmi séu nefnd, að atkvæðagreiðsla skyldi fara fram 25. ágúst, 1. september, 20. október eða einhvern annan hentugan dag að mati meirihlutans. Það var ekki gert og fól ákvörðun Alþingis 24. maí því ekki í sér val á einhverjum tilteknum kjördegi.

Lesa meira...
 
Hvernig á að breyta stjórnarskránni?

Morgunblaðið, 28. febrúar 2012

Allt frá því Jóhanna Sigurðardóttir myndaði fyrsta ráðuneyti sitt í byrjun febrúar 2009 hafa staðið yfir stöðugar æfingar og tilraunir í sambandi við breytingar á stjórnarskránni. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ásamt nokkrum fylgifiskum sínum úr stjórnarandstöðunni lagt gert það að markmiði sínu að breyta sem mestu í þessari grundvallarlöggjöf lýðveldisins og hafa í þeirri viðleitni sinni farið afar óhefðbundnar leiðir, svo vægt sé til orða tekið. Alþingi hefur með reglulegu millibili verið sett í uppnám vegna þessara mála og hefur drjúgur tími farið í umræður um þau á þessum þremur árum. Ekki hefur þó mikið farið fyrir rökræðu um efni eða innihald stjórnarskrárinnar á þeim vettvangi heldur hefur tíminn og orkan farið í umræður um aðferðir við stjórnarskrárbreytingar, sem í hugum margra í stjórnarliðinu virðist skipta meiru en hin efnislega niðurstaða. Meirihlutinn á þingi hefur hvað eftir annað lent í stórfelldum ógöngum með eigin tillögur og málatilbúnað í þessum efnum og nýjustu atburðir benda eindregið til þess að framhald verði á þeirri hrakfallasögu.

Lesa meira...
 
Forsetaembættið og stjórnarskrárbreytingar

Fréttatíminn – júlí - 2012

Staða forsetaembættisins í stjórnskipun landsins, valdheimildir þess og valdmörk, voru eins og gefur að skilja talsvert til umræðu í aðdraganda forsetakosninga. Að kosningum loknum hefur þessi umræða haldið áfram, ekki síst í tilefni af ýmsum ummælum nýendurkjörins forseta. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda hafa átt sér stað meiri umræður og átök um forsetaembættið á síðustu árum heldur en við höfum átt að venjast frá lýðveldisstofnun. Ríkisstjórn og meirihluti Alþingis hafa allt þetta kjörtímabil barist fyrir verulegum breytingum á stjórnarskránni og þótt ekki sé með öllu ljóst hvernig þau mál þróast er augljóst að breytingar á ákvæðum um forsetaembættið eru meðal þess sem tekist verður á um í því sambandi.

Lesa meira...
 
Skamma stund verður hönd höggi fegin

Morgunblaðið 24. apríl 2012
Niðurstaða Landsdóms í máli meirihluta Alþingis gegn Geir Haarde krefst að sjálfsögðu mikillar yfirlegu á næstunni, bæði á vettvangi lögfræði og stjórnmála. Í flestum meginefnum hefur Landsdómur í raun fallist á vörn Geirs og ýmist beitt frávísun eða sýknu í 5 af 6 liðum upphaflegrar ákæru.

Í gær kom í ljós að bæði meirihluti og minnihluti voru sammála um að sýkna Geir af þeim þremur ákæruliðum, sem telja má efnislega, og hefðu hugsanlega getað staðið í einhverju raunverulegu samhengi við bankahrunið. Þar var um ræða eftirfarandi liði: 

a) Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri.

b) Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.

c) Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL