Loftslagmál og stjórnarskráin

Morgunblaðið, 9. júlí 2012

Þann 19. júní sl. samþykkti meiri hluti Alþingis frumvarp til laga frá umhverfisráðherra um loftslagsmál. Einn megintilangur þessarar lagasetningar var að innleiða í íslenskan rétt gildandi reglur ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Fól frumvarpið þannig m.a. í sér innleiðingu ákvæða þriggja eldri tilskipana ESB um það efni, sem þegar eru orðnar hluti af EES-réttinum. Frumvarp þetta kom fram afar seint og fékk ekki mikla umfjöllun á þingi, en af hálfu stjórnvalda var mjög þrýst á um afgreiðslu þess á þeirri forsendu, að það væri nauðsynlegt til að íslensk fyrirtæki gætu orðið aðilar að viðskiptakerfinu frá og með næstu áramótum. Af hálfu margra samtaka í atvinnulífinu og fleiri umsagnaraðila var að sönnu lögð áhersla á mikilvægi þess að Íslendingar gætu tekið þátt í þessu viðskiptakerfi, en fjölmargar efnislegar athugasemdir voru gerðar við útfærsluna, eins og hún birtist í frumvarpinu. Þar sem ekki var brugðist við þessum athugasemdum nema að litlu leyti gátum við þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki stutt frumvarpið og kom sú afstaða fram bæði innan þingnefndar og í þingsal.

Lesa meira...
 
Erlend fjárfesting - endurtekið efni?

Morgunblaðið 2. ágúst 2012

Fyrir nákvæmlega tveimur árum var mikið uppistand í fjölmiðlum út af fjárfestingu fyrirtækisins Magma Energy í Hitaveitu Suðurnesja. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar gáfu yfirlýsingar út og suður og augljóst var að á þeim bæ var engin samstaða um hvernig bregðast skyldi við áætlunum hins erlenda fjárfestis. Þingmenn úr stjórnarliðinu gáfu digurbarkalegar yfirlýsingar um að lyktir málsins myndu ráða úrslitum um stuðning þeirra við stjórnina og svo má lengi telja. Viðbrögð stjórnarflokkanna voru þau að skipa starfshópa og nefndir til að fara yfir stöðu málsins og möguleg viðbrögð og stóð nefndastarfið yfir mánuðum saman. Sennilega eru ekki margir sem geta rifjað upp í dag hvernig þessum málum lyktaði.

Lesa meira...
 
Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla

Fréttablaðið 30. ágúst 2012

Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi.

Lesa meira...
 
- Óvissuferð að tilefnislausu

Fréttablaðið – 12. október 2012

Ég styð endurskoðun núgildandi stjórnarskrár en er andvígur því að henni verði umbylt.

Ég hef ítrekað lýst þeirri skoðun minni, að tilefni sé til að endurskoða nokkra, afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar. Þannig mætti t.d. endurbæta kaflann um forsetaembættið, skerpa á valdmörkum helstu handhafa ríkisvaldsins, auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og koma inn ákvæði um takmarkað framsal ríkisvalds á afmörkuðum sviðum. Um allt þetta mætti ná ágætri sátt. Eins tel ég forsendur til að ná víðtæku samkomulagi um einhvers konar ákvæði um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Það krefst vinnu og ákveðinna málamiðlana, en er örugglega hægt. Það, að endurskrifa hvert einasta ákvæði núgildandi stjórnarskrár og bæta 35 nýjum greinum við, er hins vegar ekki bara óþarfi, heldur getur líka reynst varasamt. 

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL