Tilhugalíf í beinni útsendingu?

Birtist í Blaðinu 24. ágúst 2006
Fyrr í vikunni átti sér stað í fjölmiðlum dálítið sérstök umræða um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna. Fram hafði komið að Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu í sumar átt viðræður um aukið samstarf milli flokka sinna og höfðu ýmsir áhuga á að vita hvort í því fælust einhver áform um kosningabandalag fyrir næstu kosningar.

Lesa meira...
 
Atvinna fyrir alla

Birtist í Blaðinu 18. ágúst 2006
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað nánast daglega um meinta stéttaskiptingu og aukinn ójöfnuð í tekjum manna hér á landi. Umræðan hefur að vanda farið út um víðan völl og mörg sjónarmið dregin fram. Allir eru sammála um að tekjur hinna best stæðu hafi vaxið hraðar á undanförnum árum en dæmi eru um - að minnsta kosti um langt skeið. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðum um það, að á undanförnum árum hafa tekjur annarra landsmanna líka aukist verulega; kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjuhópa hefur farið vaxandi frá ári til árs og ekkert rennir stoðum undir þá fullyrðingu ýmissa stjórnmálamanna af vinstri vængnum um að hinir fátæku séu að verða fátækari, þótt hinir ríku séu vissulega að verða ríkari.

Lesa meira...
 
Er vit í að hækka fjármagnstekjuskattinn?

Birtist í Morgunblaðinu 10. ágúst 2006
Undanfarna daga hafa ýmsir stjórnmálamenn látið í ljósi áhuga sinn á því að hækka fjármagnstekjuskatt til þess að jafna þann mun sem vissulega er fyrir hendi á skattlagningu þessara tekna og almennra launatekna. Fyrir liggur að vaxandi fjöldi Íslendinga fær í dag verulegan hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og því er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að spurt sé hvort rök mæli með því að slíkar tekjur séu skattlagðar með öðrum hætti en launatekjur.

Lesa meira...
 
Útþenslustefna Evrópusambandsins

Birtist í Blaðinu 29. júní 2006
Undanfarna daga hef ég verið á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Meðal þeirra mála sem rædd hafa verið á þeim fundum sem ég hef setið eru samskipti Evrópuráðsins og Evrópusambandsins, en fram hafa komið áhyggjur af hálfu margra innan Evrópuráðsins af stöðugri tilhneigingu sambandsins til að útvíkka starfssvið sitt, nú síðast með því að undirbúa stofnun sérstakrar mannréttindaskrifstofu ESB. Hér er ekki ástæða til að fara nánar út í þetta mál að öðru leyti en því, að mannréttindamál hafa í áratugi verið lykilþáttur í starfi Evrópuráðsins og það hefur byggt upp mikilvægar stofnanir á því sviði. Það er líka rétt að hafa í huga að öll aðildarríki ESB eiga aðild að Evrópuráðinu, en þar eru líka til viðbótar yfir 20 ríki, sem ýmist geta ekki eða vilja ekki eiga aðild að ESB.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL