Ögmundur Jónasson og þotuliðið
Viðhorf – Birgir Ármannsson
Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður seint sakaður um að fara með veggjum eða tala tæpitungu þegar hann lætur í ljós álit sitt á málefnum líðandi stundar. Hann heldur úti heimasíðu, sem er persónulegt málgagn hans, og er óhætt að mæla með henni sem skyldulesningu fyrir áhugamenn um þjóðmál. Oftast nær er ég hjartanlega ósammála skrifum hans enda er hann meðal skeleggustu talsmanna fyrir hið "villta vinstri" í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst hins vegar virðingarvert að hann segir skoðanir sínar umbúðalaust og enginn þarf að efast um afstöðu hans eða flokks hans til einstakra mála. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um suma aðra flokka á vinstri vængnum.
Lesa meira...
 
Furðuleg mótsögn
Morgunblaðið, 7. mars 2009
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á stjórnarskránni og fengið í lið með sér formann Frjálslynda flokksins og varaformann Framsóknarflokksins. Frumvarpið og aðdragandi málsins allur er með afar óvenjulegum hætti miðað við fyrri breytingar á stjórnarskrá og má í því sambandi nefna nokkur atriði.  
Lesa meira...
 
Hvað mun stjórnlagaþing kosta?
AMX. 7. mars 2009
Ein af þeim stjórnarskrárbreytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt til á Alþingi felur í sér stofnun stjórnlagaþings á næsta kjörtímabili. Eitt af þeim atriðum sem skoða þarf í sambandi við þing af þessu tagi er hugsanlegur kostnaður vegna stofnunar þess og starfsemi. Með frumvarpi því sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra, varaformaður Framsóknarflokksins og formaður Frjálslynda flokksins hafa lagt fram fylgir ekki kostnaðarmat. Þetta er því þáttur sem nauðsynlegt er að upplýsa eins og hægt er meðan á málsmeðferð á Alþingi stendur.
Lesa meira...
 
Efnahagsmálin og innlegg Davíðs

21. október 2006
Afar jákvæðar fréttir berast nú með reglulegu millibili af efnahagsmálum hér á landi. Komið hefur í ljós að hagvöxtur var mun meiri á síðasta ári en áður var talið og hagvöxtur á þessu ári hefur einnig verið góður, þótt hann jafnist ekki á við gífurlegan vöxt síðustu tveggja ára. Verðbólga fór vissulega yfir þau mörk sem æskilegt hefði verið seinni hluta sumars, en er þegar farin að lækka - og það hraðar en gert hafði verið ráð fyrir, samanber spár greiningardeilda bankanna. Og þrátt fyrir þetta verðbólguskot hefur kaupmáttur launa vaxið stöðugt, eftir mikinn og ánægjulegan vöxt í rúman áratug.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL