Fráleitar fullyrðingar um danska stjórnarskrá og fleira

Morgunblaðið, 4. október 2012

Í umræðum um stjórnarskrárbreytingar og fyrirhugaða atkvæðagreiðslu 20. október nk. hafa allmargar rangar staðhæfingar verið endurteknar hvað eftir annað. Leiðréttingar hafa ítrekað komið fram, meðal annars frá helstu fræðimönnum landsins á þessu sviði, en misskilningur, einfaldanir og rangfærslur skjóta samt hvað eftir annað upp kollinum.

Ein algengasta vitleysan er sú, að við Íslendingar búum ekki við íslenska stjórnarskrá heldur við danska stjórnarskrá, sem Kristján IX. hafi fært okkur 1874. Rétt er að margt í stjórnarskránni 1874 byggði á dönsku grundvallarlögunum frá 1849, en þau byggðu á fyrirmyndum sunnar úr álfunni, ekki síst frá Belgíu, en raunar var einnig byggt á öðrum stjórnarskrám frá fyrri hluta 19. aldar, sem settar voru í kjölfar afnáms einveldis og þróunar lýðræðis og mannréttindaverndar. Ræturnar má að sjálfsögðu rekja til stofnunar Bandaríkjanna og frönsku byltingarinnar, þótt hugmyndirnar séu auðvitað eldri. Grunnurinn er því samevrópskur eða samvestrænn frekar en danskur. Kannski finnst sumum það skipta máli.

Lesa meira...
 
Tvær ranghugmyndir varðandi atkvæðagreiðsluna 20. október

Morgunblaðið, 29. september 2012

Nú í vikunni var birt á vefsvæði Alþingis kynningarefni vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs og fleira. Lagastofnun Háskóla Íslands var fengin til að ganga frá efninu og virðist hafa tekist vel til í mörgum atriðum. Að minnsta kosti er full ástæða til að hvetja þá sem hyggjast taka þátt í atkvæðagreiðslunni til að kynna sér þetta efni, enda gefur það réttari mynd af viðfangsefnum atkvæðagreiðslunnar heldur en sá slagorðaflaumur, sem birst hefur á opinberum vettvangi að undanförnu frá nokkrum fyrrverandi fulltrúum í stjórnlagaráði.

Lesa meira...
 
Þjóðkirkjan og atkvæðagreiðslan í október

Morgunblaðið, 19. september 2012

Að undanförnu hafa ýmsir orðið til þess að leggja orð í belg um hina sérstöku spurningu um þjóðkirkjuna í þeirri atkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að eigi að fara fram 20. október nk. Ljóst er að menn leggja að nokkru leyti mismunandi skilning í spurninguna, eða allt frá því að segja að aðeins sé spurt hvort nefna skuli þjóðkirkjuna á nafn í nýrri stjórnarskrá og yfir í það að spurningin snúist um aðskilnað ríkis og kirkju - jafnvel um tilvist þjóðkirkjunnar sem slíkrar.

Lesa meira...
 
Gjaldmiðill, samningsafstaða og sjálfstæði Seðlabankans

Morgunblaðið, 4. september 2012

Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað nokkuð um samningsafstöðu ríkisstjórnarinnar í peninga- og gjaldmiðilsmálum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hefur umræðan að mestu snúist um þá spurningu, hvort eða með hvaða hætti ráðherrar Vinstri grænna hafi á vettvangi ríkisstjórnar gert fyrirvara við þau atriði samningsafstöðunnar, sem lúta að aðild Íslands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og upptöku evru sem gjaldmiðils Íslendinga.

Eins og gefur að skilja get ég ekkert um það fullyrt hvað farið hefur á milli manna við ríkisstjórnarborðið í þessum efnum. Úr vöndu er að ráða fyrir utanaðkomandi þegar jafn mikið ber á milli í frásögnum þeirra sem viðstaddir voru þann ríkisstjórnarfund í júlí, sem helst hefur verið vitnað til í þessu sambandi. Hlutaðeigandi hljóta að upplýsa almenning um það hið fyrsta. Mér finnst hins vegar ekki ástæða til að draga í efa, að rétt hafi verið frá því greint í fjölmiðlum að frágengin og staðfest, en raunar óbirt samningsafstaða ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðilsmálum miðist við að Ísland gangi í EMU og evra verði tekin upp sem gjaldmiðill svo fljótt sem kostur er. Það er býsna skýr afstaða í einu stærsta álitamálinu, sem tengist ESB-umsókninni, og um leið skýr afstaða varðandi framtíðarfyrirkomulag peninga- og gjaldmiðilsmála í landinu. Þessi afstaða er hins vegar sem kunnugt er afar umdeild, svo vægt sé til orða tekið.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL