Samfylkingin og Evrópusambandið
11. janúar 2007
Viðhorf – Birgir Ármannsson
Evrópumálin skjótast reglulega upp á yfirborðið í þjóðmálaumræðunni hér á landi en með mismunandi formerkjum. Það er auðvitað eðlilegt í ljósi þess að tengsl okkar við Evrópusambandið og aðildarríki þess eru margvísleg og mikilvæg og stöðugt nauðsynlegt að huga að því hvernig þeim verði best fyrir komið. Gallinn við þessar umræður er hins vegar sá að hún verður oft yfirborðskennd og það er orðinn nokkurs konar kækur hjá ákveðnum hópi stjórnmálamanna að tefla fram ESB-aðild - og nú í seinni tíð upptöku evrunnar - sem einföldu svari við öllum spurningum og viðfangsefnum sem við er að glíma í þjóðlífinu. Þetta er auðvitað einkum áberandi innan Samfylkingarinnar en vissulega líka hjá einstaka manni í Framsóknarflokknum.
Lesa meira...
 
Árangurinn er ekki sjálfgefinn
4. janúar 2007
Viðhorf – Birgir Ármannsson
Við Íslendingar höfum notið þess á undanförnum árum að kaupmáttur hefur vaxið frá ári til árs, atvinnulífið hefur verið í uppsveiflu, næg atvinna í boði og íslensk fyrirtæki náð miklum árangri í rekstri sínum jafnt innanlands sem utan. Á tímum eins og þessum vill oft gleymast að ekkert af þessu er sjálfgefið. Það er hvorki náttúrulögmál né heppni að hagvöxtur aukist, atvinnulífið blómgist og lífskjör batni. Sá árangur er afleiðing markvissrar stjórnarstefnu, sem hér hefur verið rekin af ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við þekkjum dæmi um hið gagnstæða, bæði úr okkar eigin sögu og eins frá ýmsum nágrannalöndum okkar. Það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu, að alltaf verði góðæri – spurningin snúist bara um það hvernig skipta beri ávinningnum. 
Lesa meira...
 
Hvenær verður Samfylkingin tilbúin?
23. desember 2006
Viðhorf - Birgir Ármannsson
Nú þegar innan við fimm mánuðir eru til kosninga er áhugavert að velta því fyrir sér hvort Samfylkingin sé raunverulega að verða tilbúin til að setjast í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt því vissulega fram í ræðu á flokksstjórnarfundi í Reykjanesbæ fyrir skömmu en það var svo sem ekki í fyrsta sinn sem slíku er haldið fram af talsmönnum flokksins. Fyrir þingkosningarnar 1999 sagði þáverandi talsmaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefni, Margrét Frímannsdóttir, ítrekað að íslenskir jafnaðarmenn væru tilbúnir til að taka við stjórnartaumunum. Þeir hefðu fram til þess tíma verið sundraðir í marga flokka en hefðu nú myndað kosningabandalag, sem sýndi að þeir gætu starfað saman og verið kjölfesta nýrrar ríkisstjórnar. 
Lesa meira...
 
Mikilvæg kjarabót fyrir heimilin komin í höfn

12. desember 2006
Viðhorf – Birgir Ármannsson

Einhvern tímann var mér kennt að það væri ekki uppbyggilegt fyrir stjórnmálamenn að eyða mikilli orku í að svekkja sig á umfjöllun fjölmiðla. Ég get þó ekki neitað því að undanfarna daga hafa mér þótt áherslur í fréttum og umræðuþáttum um þjóðmál frekar einkennilegar, enda virðist því lítill gaumur gefinn að Alþingi samþykkti á laugardaginn mestu lækkun á neyslusköttum sem dæmi eru um, að minnsta kosti á síðustu áratugum. 

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL