Jólasveinarnir eru snemma á ferðinni í ár

 Eftir Birgi Ármannsson 

Birtist á pressunni 8. nóvember 2012 

Helsta frétt dagsins í flestum fjölmiðlum var sú að ríkisstjórnin „hafi tryggt fjármögnun“ fjárfestingaráætlunar sinnar til næstu ára. Fjármálaráðherra og varaformenn ríkisstjórnarflokkanna efndu til blaðamannafundar í morgun og greindu þar frá verkefnum fyrir rúma sex milljarða króna, sem fá eiga viðbótarfjármagn á fjárlögum 2013. Um leið var getið um ákveðin útgjaldaáform fyrir árin 2014 og 2015. Um er að ræða talsverðan fjölda verkefna, sem flest hafa á sér jákvæðan blæ, en um fjármögnunina er það eitt sagt að hún verði tryggð með arðgreiðslum vegna eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum og sölu eigna. Uppsetningin er með þeim hætti, að þessir ágætu stjórnmálamenn eru látnir birtast almenningi eins og góðgjarnir jólasveinar, sem koma til byggða aðeins á undan áætlun og útdeila gjöfum til þægu barnanna.

Lesa meira...
 
Stöðugleiki í skattamálum?

Eftir Birgi Ármannsson 

Morgunblaðið 8. nóv 2012 

Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum snemma árs 2009 hafa verið gerðar vel yfir 100 breytingar á skattalögum. Talningin er ekki nákvæm, enda eru breytingarnar það margar og tíðar að erfitt er að henda reiður á stöðunni, jafnvel fyrir þá sem hafa að aðalstarfi að fylgjast með skattlagningu og skattframkvæmd.

Lesa meira...
 
Meingallaður mannréttindakafli

 Eftir Birgi Ármannsson 

Birtist á pressunni 19. október 2012

Mannréttindakaflinn í tillögum stjórnlagaráðs hefur lítið verið ræddur í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Það er miður, því breytingarnar, sem í kaflanum felast, eru umtalsverðar og geta haft mikil en á margan hátt ófyrirsjáanleg áhrif, verði tillögurnar lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Að mínu mati er kaflinn verulega gallaður og gæti einn og sér, þó ekki kæmi annað til, gefið nægt tilefni til að hafna tillögum ráðsins í atkvæðagreiðslunni. Ég vék að þessu í stuttri þingræðu í gær, fimmtudaginn 18. október, og hef í kjölfarið verið spurður af nokkrum áhugasömum einstaklingum hvað ég hafi helst út á kaflann að setja. Líta má á þessa samantekt sem tilraun til að svara því.

Lesa meira...
 
Skamma stund verður hönd höggi fegin

Morgunblaðið 24. apríl 2012
Niðurstaða Landsdóms í máli meirihluta Alþingis gegn Geir Haarde krefst að sjálfsögðu mikillar yfirlegu á næstunni, bæði á vettvangi lögfræði og stjórnmála. Í flestum meginefnum hefur Landsdómur í raun fallist á vörn Geirs og ýmist beitt frávísun eða sýknu í 5 af 6 liðum upphaflegrar ákæru.

Í gær kom í ljós að bæði meirihluti og minnihluti voru sammála um að sýkna Geir af þeim þremur ákæruliðum, sem telja má efnislega, og hefðu hugsanlega getað staðið í einhverju raunverulegu samhengi við bankahrunið. Þar var um ræða eftirfarandi liði: 

a) Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri.

b) Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.

c) Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL