Loftslagmál og stjórnarskráin

Morgunblaðið, 9. júlí 2012

Þann 19. júní sl. samþykkti meiri hluti Alþingis frumvarp til laga frá umhverfisráðherra um loftslagsmál. Einn megintilangur þessarar lagasetningar var að innleiða í íslenskan rétt gildandi reglur ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Fól frumvarpið þannig m.a. í sér innleiðingu ákvæða þriggja eldri tilskipana ESB um það efni, sem þegar eru orðnar hluti af EES-réttinum. Frumvarp þetta kom fram afar seint og fékk ekki mikla umfjöllun á þingi, en af hálfu stjórnvalda var mjög þrýst á um afgreiðslu þess á þeirri forsendu, að það væri nauðsynlegt til að íslensk fyrirtæki gætu orðið aðilar að viðskiptakerfinu frá og með næstu áramótum. Af hálfu margra samtaka í atvinnulífinu og fleiri umsagnaraðila var að sönnu lögð áhersla á mikilvægi þess að Íslendingar gætu tekið þátt í þessu viðskiptakerfi, en fjölmargar efnislegar athugasemdir voru gerðar við útfærsluna, eins og hún birtist í frumvarpinu. Þar sem ekki var brugðist við þessum athugasemdum nema að litlu leyti gátum við þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki stutt frumvarpið og kom sú afstaða fram bæði innan þingnefndar og í þingsal.

Lesa meira...
 
Hvernig á að breyta stjórnarskránni?

Morgunblaðið, 28. febrúar 2012

Allt frá því Jóhanna Sigurðardóttir myndaði fyrsta ráðuneyti sitt í byrjun febrúar 2009 hafa staðið yfir stöðugar æfingar og tilraunir í sambandi við breytingar á stjórnarskránni. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ásamt nokkrum fylgifiskum sínum úr stjórnarandstöðunni lagt gert það að markmiði sínu að breyta sem mestu í þessari grundvallarlöggjöf lýðveldisins og hafa í þeirri viðleitni sinni farið afar óhefðbundnar leiðir, svo vægt sé til orða tekið. Alþingi hefur með reglulegu millibili verið sett í uppnám vegna þessara mála og hefur drjúgur tími farið í umræður um þau á þessum þremur árum. Ekki hefur þó mikið farið fyrir rökræðu um efni eða innihald stjórnarskrárinnar á þeim vettvangi heldur hefur tíminn og orkan farið í umræður um aðferðir við stjórnarskrárbreytingar, sem í hugum margra í stjórnarliðinu virðist skipta meiru en hin efnislega niðurstaða. Meirihlutinn á þingi hefur hvað eftir annað lent í stórfelldum ógöngum með eigin tillögur og málatilbúnað í þessum efnum og nýjustu atburðir benda eindregið til þess að framhald verði á þeirri hrakfallasögu.

Lesa meira...
 
Ætlar Björgvin G. í alvöru að vinna með VG?

AMX 17. apríl 2009
Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi viðskiptaráðherra, skrifar pistil á vef Pressunnar í gær þar sem hann setur fram afar afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum. Hann segir meðal annars:

„Aðildarumsókn að Evrópusambandinu er ekki lausn á öllum okkar vanda en það er engin lausn til lengri tíma án aðkomu ESB og umsóknar um aðild. Styrking gengis og trúverðugleiki í samfélagi þjóðanna skipta sköpum í endurreisninni og því er kosið um þetta gríðarlega mikilvæga mál í vor. Stærstu mistök síðustu stjórnar var að skjóta þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar á frest. Því fór sem fór. Það mun ekki gerast aftur. En kjósendur hafa um það síðasta orðið eftir rúma viku.“

Þessi sjónarmið ítrekar Björgvin svo þegar líða tekur á pistilinn og segir:

„Við megum aldrei aftur fresta framtíðinni með því að skjóta Evrópu- og gjaldmiðilsmálum á frest. Þau mistök voru dýrkeypt við síðustu stjórnarmyndun og eru að hluta orsök þess hve alvarlegir erfiðleikar okkar eru nú. Á það bentum við mörg en það skortir enn pólitíska samstöðu um málið í landinu.“

Lesa meira...
 
Áformin um stjórnlagaþing verða æ óljósari
AMX 5. apríl 2009
Eftir Birgi Ármannsson
Áform stjórnarflokkanna og fylgiflokka þeirra á Alþingi, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins, um stjórnlagaþing verða æ óljósari. Fulltrúar þessara flokka í sérnefnd um stjórnarskrármál hafa skilað breytingartillögum og nefndaráliti, þar sem er að finna nýjar tillögur um stjórnlagaþing, gerólíkt því sem gert er ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi þessara flokka.

1. Fyrsta stjórnlagaþing Framsóknarflokksins
Áður en lengra er haldið er ástæða til að minna á að fyrr í vetur  lagði Framsóknarflokkurinn fram sína eigin útgáfu af stjórnlagaþingi. Þar var gert ráð fyrir 63 fulltrúum og jafn mörgum varafulltrúum, sem starfa ættu í 6 mánuði. Miðað var við að fulltrúarnir væru í fullu starfi þann tíma sem þingið starfaði. Auk þess var í tillögu þeirra að stjórnarskrárákvæði að finna ítarlegar hugmyndir um útfærslu þingsins. Þetta frumvarp var lagt fram snemma í febrúar.
Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL