Fækkun lögreglumanna er áhyggjuefni

Morgunblaðið, 4. ágúst 2012

Enn á ný hefur verið vakin athygli á þeim fjárskorti sem lögreglan í landinu hefur búið við síðustu ár. Lögregluembættin hafa eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera þurft að sæta hagræðingar- og niðurskurðarkröfum og réttilega hefur verið vakin athygli á því að afleiðingin er meðal annars umtalsverð fækkun starfandi lögreglumanna. Nýjustu upplýsingar um fækkun lögreglumanna hér á höfuðborgarsvæðinu vekja auðvitað mikla athygli, en eru því miður ekkert einsdæmi.

Lesa meira...
 
Erlend fjárfesting - endurtekið efni?

Morgunblaðið 2. ágúst 2012

Fyrir nákvæmlega tveimur árum var mikið uppistand í fjölmiðlum út af fjárfestingu fyrirtækisins Magma Energy í Hitaveitu Suðurnesja. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar gáfu yfirlýsingar út og suður og augljóst var að á þeim bæ var engin samstaða um hvernig bregðast skyldi við áætlunum hins erlenda fjárfestis. Þingmenn úr stjórnarliðinu gáfu digurbarkalegar yfirlýsingar um að lyktir málsins myndu ráða úrslitum um stuðning þeirra við stjórnina og svo má lengi telja. Viðbrögð stjórnarflokkanna voru þau að skipa starfshópa og nefndir til að fara yfir stöðu málsins og möguleg viðbrögð og stóð nefndastarfið yfir mánuðum saman. Sennilega eru ekki margir sem geta rifjað upp í dag hvernig þessum málum lyktaði.

Lesa meira...
 
Um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu

Morgunblaðið, 21. júlí 2012

Þann 24. maí sl. samþykkti meirihluti Alþingis þingsályktun um „ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um frumvarp til stjórnarskipunarlaga“, eins og það var orðað. Samkvæmt endanlegu orðalagi ályktunarinnar átti atkvæðagreiðslan að fara fram „eigi síðar en 20. október 2012“.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna kveða á um að atkvæðagreiðslur af þessu tagi megi ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur mánuðum eftir ákvörðun Alþingis þar um. Fólst því í þessu orðalagi að atkvæðagreiðslan gæti orðið einhvern tímann á tímabilinu 24. ágúst til 20. október. Hinn eiginlegi kjördagur var með öðrum orðum ekki ákveðinn með samþykkt  tillögunnar, heldur fólst í orðalagi hennar ákveðið svigrúm til að efna til atkvæðagreiðslunnar einhvern tímann á tæplega tveggja mánaða tímabili. Augljóst virðist að meirihluti þingsins hafi meðvitað ákveðið að skilja eftir eitthvað svigrúm að þessu leyti, því annars hefði kjördagurinn verið skýrt tiltekinn, til dæmis með því að orða textann einfaldlega á þann hátt,  svo dæmi séu nefnd, að atkvæðagreiðsla skyldi fara fram 25. ágúst, 1. september, 20. október eða einhvern annan hentugan dag að mati meirihlutans. Það var ekki gert og fól ákvörðun Alþingis 24. maí því ekki í sér val á einhverjum tilteknum kjördegi.

Lesa meira...
 
Forsetaembættið og stjórnarskrárbreytingar

Fréttatíminn – júlí - 2012

Staða forsetaembættisins í stjórnskipun landsins, valdheimildir þess og valdmörk, voru eins og gefur að skilja talsvert til umræðu í aðdraganda forsetakosninga. Að kosningum loknum hefur þessi umræða haldið áfram, ekki síst í tilefni af ýmsum ummælum nýendurkjörins forseta. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda hafa átt sér stað meiri umræður og átök um forsetaembættið á síðustu árum heldur en við höfum átt að venjast frá lýðveldisstofnun. Ríkisstjórn og meirihluti Alþingis hafa allt þetta kjörtímabil barist fyrir verulegum breytingum á stjórnarskránni og þótt ekki sé með öllu ljóst hvernig þau mál þróast er augljóst að breytingar á ákvæðum um forsetaembættið eru meðal þess sem tekist verður á um í því sambandi.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL