Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla

Fréttablaðið 30. ágúst 2012

Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi.

Lesa meira...
 
Fór innanríkisráðherra út fyrir valdheimildir sínar?

Morgunblaðið, 25. ágúst 2012

Innanríkisráðuneytið birti fyrir nokkrum dögum auglýsingu, sem hefst á eftirfarandi orðum:

„Með vísan til 5. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010, sbr. ályktun Alþingis 24. maí 2012, skal fara fram hinn 20. október 2012 ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.“

Í tilvitnuðum lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna kemur skýrt fram að það er hlutverk Alþingis að ákveða kjördag þjóðaratkvæðagreiðslu af þessu tagi. Kjördagur hlýtur samkvæmt skilgreiningu að vera einhver tiltekinn dagur, en ekki bara einhver ótilgreindur dagur á afmörkuðu tímabili.

Í ályktun Alþingis frá 24. maí sl., sem innanríkisráðuneytið vitnar til, segir um tímasetningu atkvæðagreiðslunnar:

„Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20. október 2012.“

Lesa meira...
 
Skringilegur ferill stjórnarskrármáls

Morgunblaðið, 15. ágúst 2012

Ríkisútvarpið flutti fyrr í vikunni fréttir af gangi þeirrar undirbúningsvinnu, sem ríkisstjórnarmeirihlutinn á þingi hefur ákveðið í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Meðal þess sem fram kom var að lögfræðingahópur, sem stjórnarmeirihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í vor til að að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs, myndi trúlega ekki skila niðurstöðum sínum fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem meirihluti Alþingis ákvað 24. maí sl. að fram skuli fara einhvern tímann í sumar eða haust, en þó eigi síðar en 20. október.

Lesa meira...
 
Aðildarferli í ógöngum

Morgunblaðið, 11. ágúst 2012

Viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í nokkuð sérkennilegri stöðu. Nú eru þrjú ár síðan ríkisstjórnin sendi forystu ESB umsókn á grundvelli ályktunar meiri hluta Alþingis en línur eru ekkert farnar að skýrast varðandi þá þætti umsóknarferlisins og viðræðnanna, sem frá upphafi hefur verið vitað að myndu verða viðkvæmastir og valda mestum ágreiningi. Þar er auðvitað ekki um að kenna því ágæta fólki, sem vinnur að málinu á vegum stjórnarráðsins frá degi til dags. Ábyrgðin á þessari stöðu hvílir á herðum hinnar pólitísku forystu ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL