Hve mörg störf tapast vegna ríkisstjórnarinnar?

Morgunblaðið 31. mars 2010
Undanfarna daga hafa ýmsir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gert sér mat úr þeirri kenningu eins af hagfræðingum Seðlabankans, að 3.300 störf í landinu geti tapast vegna frekari tafa á afgreiðslu Icesave-samninganna. Þessi spuni stjórnarliða er auðvitað ekkert annað en framhald á þeim hræðsluáróðri, sem rekinn hefur verið frá vori 2009 til þess að fá þing og þjóð til að fallast á fullkomlega óviðunandi skilmála vegna þessara samninga, sem ekki byggja á neinum haldbærum lagalegum forsendum. Hér er líka um að ræða lið í annars konar áróðri stjórnarliða, sem felst í því að afsaka ráðleysi sitt og dáðleysi í öllum öðrum málum með töfum vegna Icesave.

Allt er þetta til þess ætlað draga athyglina frá því að lítið hefur þokast í tíð þessarar ríkisstjórnar í þá átt að ná efnahagslífinu upp úr öldudalnum. Það ætti út af fyrir sig að vera verðugt rannsóknarefni fyrir reiknimeistara Seðlabankans eða aðra hagfræðinga að leggja mat á hve mörg störf hafa nú þegar tapast eða munu tapast á næstu mánuðum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda. 

Lesa meira...
 
Langlundargeð þjóðarinnar er á þrotum

Morgunblaðið 25. mars 2010
Engum dylst að sú ríkisstjórn sem nú situr við völd þarf að glíma við viðamikil verkefni og erfiða stöðu á mörgum vígstöðvum. Það er enginn öfundsverður af því að stýra þjóðarskútunni um þessar mundir, eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi við að benda á. Þessi skilningur á hinni erfiðu stöðu hefur leitt til þess að á nærfellt 14 mánaða valdatíma stjórnarinnar hafa landsmenn sýnt henni umtalsverða þolinmæði í þeirri von að senn færi Eyjólfur eitthvað að hressast. Á það jafnt við um samtök vinnuveitenda og launafólks, önnur hagsmunasamtök, fjölmiðla, almenning í landinu og jafnvel stjórnarandstöðuna á Alþingi. Trúlega upplifa forystumenn ríkisstjórnarinnar stöðuna með öðrum hætti – enda ekkert sérstaklega þekktir fyrir að taka gagnrýni vel – en miðað við síversnandi ástand í þjóðfélaginu verður ekki annað sagt en að stjórninni hafi verið sýnt mikið langlundargeð.

Lesa meira...
 
Fjárlagafrumvarp, sóknargjöld og þjóðkirkjan

Morgunblaðið, 3. nóvember 2012

Undanfarnar vikur hafa margir innan þjóðkirkjunnar, bæði lærðir og leikir, vakið athygli á þeim áformum um niðurskurð framlaga til kirkjunnar, sem birtast í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir áframhaldandi skerðingum á framlögum til kirkjunnar, meðal annars með þeim hætti að í stað þess að innheimt sóknargjöld skili sér að fullu til kirkjunnar – og raunar annarra trúfélaga í réttum hlutföllum – taki ríkið sjálft sífellt meira til sín.

Lesa meira...
 
Viltu skrifa upp á óútfylltan víxil?

Morgunblaðið, 19. október 2012

Ýmsir áróðursmenn fyrir tillögum stjórnlagaráðs hafa að undanförnu látið eins og eina leiðin til að koma í gegn einhverjum breytingum á stjórnarskránni sé að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs eins og þær liggja nú fyrir. Er með því gefið í skyn að þeir sem mikinn áhuga hafa á að breyta einhverju í stjórnarskránni, kannski bara einu, tveimur eða þremur atriðum, eigi ekki annarra kosta völ en samþykkja allan pakkann. Annars muni ekkert gerast.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL