Óskhyggja, ESB og varnarmál
16. nóvember 2006
Viðhorf – Birgir Ármannsson
Í umræðum um varnarmál Íslands hefur því stundum verið haldið fram, að það geti verið raunhæfur kostur fyrir Íslendinga að leita nánara samstarfs við Evrópusambandið á þessu sviði og að slíkt samstarf geti jafnvel komið í stað varnarsamningsins við Bandaríkin. Þegar bent hefur verið á, að engar líkur séu á því að ESB taki á sig varnarskuldbindingar vegna ríkja sem standa utan sambandsins hafa áköfustu talsmenn aðildar oftar en ekki brugðist við með því að segja að hér séu einmitt komin fram ný rök fyrir aðildarumsókn. Þetta sjónarmið byggir að mínu áliti á fullkomlega röngu stöðumati og óskhyggju. ESB hefur - enn sem komið er að minnsta kosti – hvorki vilja eða getu til að standa á eigin fótum á þessu sviði og því er áfram raunhæfasti kostur okkar Íslendinga að byggja varnarstefnu okkar á aðild að NATO og samstarfi við Bandaríkin, þótt í breyttri mynd sé.
Lesa meira...
 
Ögmundur Jónasson og þotuliðið

9. nóvember 2006
Viðhorf – Birgir Ármannsson

Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður seint sakaður um að fara með veggjum eða tala tæpitungu þegar hann lætur í ljós álit sitt á málefnum líðandi stundar. Hann heldur úti heimasíðu, sem er persónulegt málgagn hans, og er óhætt að mæla með henni sem skyldulesningu fyrir áhugamenn um þjóðmál. Oftast nær er ég hjartanlega ósammála skrifum hans enda er hann meðal skeleggustu talsmanna fyrir hið "villta vinstri" í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst hins vegar virðingarvert að hann segir skoðanir sínar umbúðalaust og enginn þarf að efast um afstöðu hans eða flokks hans til einstakra mála. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um suma aðra flokka á vinstri vængnum.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL