Verður grisjað í reglugerðafrumskóginum?

Birtist í Morgunblaðinu 18. september 2006
NÚ Í vikunni kynnti starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins tillögur og aðgerðaáætlun vegna verkefnisins „Einfaldara Ísland“. Markmið þessa starfs er að stuðla að einfaldara og skýrara lagaumhverfi hér á landi í þeim tilgangi að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, bæta stjórnsýsluna og stuðla að bættum lífskjörum alls almennings.

Lesa meira...
 
Við getum lækkað matarverðið

Birtist í Blaðinu 13. september 2006
Skýrsla formanns matvælanefndar forsætisráðherra frá því í sumar hefur aftur komist á dagskrá í kjölfar fundar Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku. Eins og fram hefur komið eru til margvíslegar skýringar á því hvers vegna matvörur eru dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum. Þar á meðal eru auðvitað þættir eins og lega landsins og náttúruleg skilyrði, markaðsaðstæður og fákeppni, launastig og kaupmáttur og loks skattlagning og innflutningsvernd.  Það má lengi rökræða um það hversu þungt einstakir þættir vega í því  sambandi. Um hitt þarf ekki að deila að ríkið getur með ýmsum aðgerðum haft veruleg áhrif til lækkunar.

Lesa meira...
 
Kaffibandalag vinstri flokkanna - eitthvað nýtt?
Birtist í Morgunblaðinu 10. september 2006
ÝMSIR héldu að Steingrímur J. Sigfússon hefði varpað sprengju inn í íslenska pólitík á flokksráðsfundi Vinstri grænna um daginn þegar hann gerði hinum stjórnarandstöðuflokkunum tilboð um samstarf með það að markmiði að mynda hér vinstri stjórn að loknum næstu kosningum. Formenn flokkanna hafa vissulega hist í kaffiboði en niðurstaðan er áreiðanlega veikari en hann gerði sér vonir um. Ef marka má yfirlýsingar formannanna ætla þeir að auka samstarfið á Alþingi og kanna samstarfsgrundvöll sín á milli að loknum kosningum fái þeir til þess þingstyrk. Því verður hins vegar hvorki haldið fram að í þessu felist einhver ný tíðindi né að skuldbindingarnar séu miklar. Hugsanlega hefur það eitt komið fréttnæmt út úr þessu að Frjálslyndi flokkurinn er farinn að skilgreina sig sem vinstri flokk, en jafnvel það eru ekki nýjar fréttir fyrir þá sem fylgst hafa með málflutningi þingmanna hans á þessu kjörtímabili.
Lesa meira...
 
Góðar fréttir af frelsisvísitölunni

Birtist í Blaðinu 8. september 2006
Í gær kom fram í fjölmiðlum að Ísland hefði færst úr 13. sæti í það 9. í samanburði á efnahagslegu frelsi í 130 ríkjum. Þessar upplýsingar koma fram í árlegri skýrslu Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi (Economic Freedom Network) og er samanburðurinn byggður á svokallaðri frelsisvísitölu, sem þróuð hefur verið að Fraser-stofnuninni í Kanada og er oft kennd við hana. Hér á landi er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál samstarfsaðili við gerð skýrslunnar.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL