Sjö röksemdir fyrir einkavæðingu
Birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember 1996
Sjö röksemdir fyrir einkavæðingu gæti að mínu mati orðið til þess að styrkja afkomu ríkissjóðs, létta skattbyrði, bæta þjónustu og lækka verð til neytenda og bæta kjör starfsmanna fyrirtækjanna.
UM þessar mundir er Reykjavíkurborg að hrinda í framkvæmd nokkrum verkefnum á sviði einkavæðingar. Almennt virðist góð samstaða um þessar aðgerðir og kemur það nokkuð á óvart miðað við það gerningaveður sem stundum áður hefur verið magnað upp vegna mála af þessu tagi.
Lesa meira...
 
Aðgerða er þörf í kjördæmamálinu
Birtist í Morgunblaðinu 12. október 1996
VIÐ setningu Alþingis ítrekuðu fulltrúar ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna áskorun sína til þingmanna frá því fyrir tveimur árum þar sem þess var krafist að vinna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hæfist hið fyrsta með það að markmiði að jafna vægi atkvæða. Er ánægjulegt að samstaða hefur náðst meðal ungs fólks í öllum flokkum og endurspeglar það vonandi aukinn skilning meðal þjóðarinnar á nauðsyn róttækra breytinga.
Lesa meira...
 
Forneskjutaut ungra framsóknarmanna

Birtist í Morgunblaðinu 1. september 1995
Enga nauðsyn ber til þess að ríkið reki viðskiptabanka, hvað þá tvo.

SAMKVÆMT málefnasáttmála ríkisstjórnarinnar er að því stefnt, að ríkisviðskiptabankarnir, Landsbanki og Búnaðarbanki, verði gerðir að hlutafélögum á kjörtímabilinu. Frá sáttmálanum var gengið í stjórnarmyndunarviðræðunum í vor, en nú ber svo við, fjórum mánuðum síðar, að miðstjórn Sambands ungra framsóknarmanna gerir harðorðar athugasemdir við þessa stefnumörkun.

Lesa meira...
 
Nokkrar athugasemdir við stjórnarskrárfrumvarp
Birtist í Morgunblaðinu 31. janúar 1995

ALÞINGI hefur nú til meðferðar frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem felur í sér allnokkrar breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Margar breytingarnar eru til bóta, en aðrar ekki. Í sumum atriðum er aðeins verið að staðfesta núverandi réttarástand, en í öðrum kann jafnvel að felast afturför frá því sem nú er.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL