Framtíðarsýn eða afstöðuleysi

Birtist í Blaðinu 7. október 2006
Mikil vertíð er nú hafin hjá okkur þingmönnum og öðrum áhugamönnum um stjórnmál. Þing er hafið og ljóst að störf þess munu einkennast af undirbúningi kosninganna í vor. Prófkjörsundirbúningur er víða hafinn og frambjóðendur munu á næstu vikum leitast við að skerpa áherslur sínar og marka sér stöðu út frá skoðunum, persónuleika og öðrum þáttum. Samhliða því munu flokkarnir fara að sýna á spilin fyrir kosningabaráttuna. Allt þetta ferli er mikilvægt fyrir lýðræðið, enda snýst stjórnmálabaráttan bæði um einstaklinga og stefnumál og mikilvægt að valkostir kjósenda séu skýrir í því sambandi.

Lesa meira...
 
Höfundarréttur að stjórnmálahugmyndum

Birtist í Blaðinu 28. september 2006
Stjórnmálabaráttan tekur stundum á sig skrýtnar myndir. Að undanförnu höfum við séð tvö áhugaverð dæmi um það, sem bæði tengjast Samfylkingunni, þótt vissulega komi fleiri við sögu. Í báðum tilvikum snýst deilan ekki um stefnumálin eða tillögurnar sem slíkar, heldur fremur um höfundarrétt að hugmyndunum.

Lesa meira...
 
Áherslur
22. september 2006
Jafnræði fyrir lögum
Einstaklingar eiga að njóta jafnræðis gagnvart lögum. Hvers kyns sérréttindi verður að afnema. Það þarf að jafna atkvæðisrétt landsmanna, því þrátt fyrir skref í rétta átt við síðustu kosningar hallar enn verulega á íbúa þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins. Hringlandi í kjördæmaskipan líkt og Reykvíkingar þurfa að sæta er þeim síst til hagsbóta. Ég vil sameina Reykjavíkurkjördæmin á ný.
Lesa meira...
 
Einfaldari skattar – betri skattar

Birtist í Blaðinu 21. september 2006
Þegar Verkamannaflokkurinn komst til valda í Bretlandi fyrir 9 árum var eitt af loforðum hans að hækka ekki skatta. Þetta var talinn mikilvægur liður í því að breyta ásýnd flokksins og marka upphaf nýs tímabils í sögu hans. Með þessum hætti tókst Verkamannaflokknum að ná til nýrra hópa kjósenda, sem áður höfðu aldrei látið sér til hugar koma að kjósa hann.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL