Geðþóttavald eða málefnalegar ástæður

Birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2004
Enginn sem fylgist með stjórnmálum getur verið í vafa um að Ólafur Ragnar Grímsson kastaði sprengju inn í íslenskt samfélag með ákvörðun sinni um að synja staðfestingar á breytingum á útvarps- og samkeppnislögum. Ljóst er að með þessari aðgerð hefur hann gert forsetaembættið að miðpunkti stjórnmálaátaka með þeim hætti að þess eru engin fordæmi í 60 ára sögu lýðveldisins. Óhætt er að fullyrða að eðli embættisins var breytt á afgerandi hátt með einni yfirlýsingu á blaðamannafundi, án þess að á undan færu eðlilegar og málefnalegur umræður um hlutverk forseta og valdmörk hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvalds í landinu.

Lesa meira...
 
Fjölmiðlar og lagasetning

Birtist í Morgunblaðinu 26. apríl 2004
Eignarhald á fjölmiðlum og fyrirhugaðar breytingar á löggjöf um starfsumhverfi fjölmiðlafyrirtækja hafa verið efst á baugi í opinberri umræðu hér á landi síðustu daga. Þessar umræður eru auðvitað ekki nýjar af nálinni og segja má að í allan vetur hafi þær komið upp með reglulegu millibili, bæði vegna óvenjulegrar samþjöppunar á eignarhaldi fyrirtækja í þessum rekstri og einnig sérstaklega í tengslum við skipun nefndar, sem hafði það hlutverk að fara yfir stöðuna á þessum markaði og gera tillögur um hugsanlegar breytingar á þeim reglum, sem um hann gilda. Þegar þetta er ritað hefur skýrsla framangreindrar nefndar ekki verið lögð fram annars staðar en í ríkisstjórn, en þrátt fyrir það komst efni hennar að hluta í hendur fjölmiðla í síðustu viku og um liðna helgi rataði skýrslan í heild jafnvel inn á heimasíðu eins þingmanns Samfylkingarinnar.

Lesa meira...
 
Embætti forseta og umræður um þjóðfélagsmál

Birtist í Morgunblaðinu 20. mars 2004
Það vakti að vonum athygli þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti því yfir sl. mánudag að hann hygðist taka virkari þátt í umræðum um þjóðfélagsmál yrði hann endurkjörinn í júní næstkomandi. Yfirlýsingin er ekki síst umhugsunarverð í ljósi þess að þegar Ólafur var fyrst kjörinn í embættið hafði hann í nærfellt aldarfjórðung verið í hópi umdeildustu stjórnmálamanna þjóðarinnar og því ljóst frá upphafi að öll þátttaka hans sem forseta í opinberum skoðanaskiptum væri viðkvæmari en ella.

Lesa meira...
 
Varnarsamstarf við ESB er ekki raunhæfur kostur

Birtist í Morgunblaðinu 1. mars 2004
Það vakti nokkra athygli snemma á þessu ári þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun að Íslendingar ættu í ríkari mæli að beina sjónum sínum að samstarfi við Evrópusambandið frekar en Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum. Þessi sjónarmið komu fram þegar hún kynnti áherslur í starfi svokallaðs framtíðarhóps Samfylkingarinnar á opnum fundi flokksins í Reykjavík, en sem kunnugt er boðar Samfylkingin oft á ári til funda til að kynna nýjar áherslur í stefnumálum sínum eða að minnsta kosti til að ræða það umræðuferli, sem oft virðist skipta meira máli á þeim bæ heldur en niðurstaðan.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL