Samfylkingin skilar auðu

Birtist í Morgunblaðinu 28. maí 2005
LANDSFUNDUR Samfylkingarinnar, sem fram fór um síðustu helgi, var athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Auðvitað ber hæst að þar lauk einhverri lengstu kosningabaráttu sem um getur hér á landi með skýrum sigri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og er auðvitað full ástæða til að óska henni til hamingju með þau úrslit. Landsfundurinn mun þó tæpast marka þau tímamót í Íslandssögunni sem ýmsir talsmenn flokksins láta í veðri vaka. Skiptir þar mestu að flokksmenn gáfust upp við það verkefni að marka flokknum skýra stefnu í ýmsum mikilvægum málaflokkum.

Lesa meira...
 
Skattamálin í brennidepli

Birtist í Morgunblaðinu 16. ágúst 2004
Í kjölfar þess að skattstjórar birtu álagningarskrár um mánaðamótin hafa spunnist nokkrar umræður um skatthlutföll og þann mun sem er á skattlagningu launatekna annars vegar og fjármagnstekna hins vegar.Vissulega er um mun að ræða, en samanburður af þessu tagi er hins vegar á margan hátt afar villandi enda um ólíka skatta að ræða að mörgu leyti.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur til dæmis bent á að í mörgum tilvikum sé munurinn á skattbyrði miklu minni en skatthlutföllin segja til um þar sem einstaklingar, sem borga fjármagnstekjuskatt af arði frá einkahlutafélögum þurfi bæði að borga 18% skatt af tekjum félagsins og almennan tekjuskatt sem miðast við svokallað reiknað endurgjald, sem ákveðið er af skattayfirvöldum.

Lesa meira...
 
Skýra þarf valdmörk handhafa ríkisvaldsins
Birtist í Morgunblaðinu 31. júlí 2004
Ljóst er að atburðarás undanfarinna vikna gefur ríkt tilefni til þess að farið verði yfir I. og II. kafla stjórnarskrárinnar þar sem fjallað er um stöðu og hlutverk æðstu handhafa ríkisvaldsins. Sérstaklega er áríðandi að skýra betur þau ákvæði sem snerta valdmörk forseta og Alþingis þannig að ekki þurfi að vera um þau ágreiningur. Allir hljóta að vera sammála um mikilvægi þess að mörkin séu skýr þannig að í framtíðinni þurfi ekki að koma til sams konar óvissuástands og stefndi í nú í sumar. Rétt er að minnast þess að hugmyndir um endurskoðun þessara kafla stjórnarskrárinnar eru ekki nýjar af nálinni.
Lesa meira...
 
Forsetaembætti breytt án fullnægjandi skýringa

Birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2004
Í upphafi þessa mánaðar tók Ólafur Ragnar Grímsson umdeildustu ákvörðun, sem tekin hefur verið í krafti embættis forseta Íslands. Synjun hans á að staðfesta breytingar á útvarps- og samkeppnislögum vekur deilur af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi eru skiptar skoðanir meðal fræðimanna um hvað raunverulega felist í 26. gr. stjórnarskrárinnar þar sem fjallað er um þetta atriði og aldrei áður hefur reynt á túlkun ákvæðisins í 60 ára sögu lýðveldisins. Ákvörðunin er því í senn fordæmislaus og byggð á umdeildri túlkun stjórnarskrárákvæðisins.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL