Skattahækkanir eða skattalækkanir

Birtist í Morgunblaðinu 7. mars 2006
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur áfram umfjöllun sinni um skattamál í Morgunblaðsgrein sl. laugardag. Þar heldur hún því fram - eins og í fyrri febrúargrein sinni um þetta efni - að Sjálfstæðisflokkurinn sé ósamkvæmur sjálfum sér þar sem hann tali um skattalækkanir á sama tíma og skattbyrði aukist. Óhjákvæmilegt er að gera nokkrar athugasemdir við þá kenningu.

Lesa meira...
 
Hringlandaháttur Ingibjargar Sólrúnar

Birtist í Morgunblaðinu 3.mars 2006
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, ritaði tvær greinar um skatta í Morgunblaðið í febrúar. Fyrri greinin byggðist á þeirri kenningu að enginn hefði gengið lengra en Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi ríkisstjórn í hækkun skatta. Þessi grein birtist í framhaldi af umræðu sem prófessor við Háskóla Íslands hóf skömmu áður um sama efni og ýmsir aðrir talsmenn Samfylkingarinnar hafa síðan tekið undir.

Lesa meira...
 
Árangur eða hrein heppni?

Birtist í Morgunblaðinu 27. febrúar 2006
FYRIR sex árum hélt Verslunarráð Íslands viðskiptaþing undir yfirskriftinni ,,Íslenskt atvinnulíf - Ísland meðal 10 bestu". Þar var lögð áhersla á það metnaðarfulla markmið, að Ísland skipaði sér í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði þegar litið væri til þátta eins og starfsumhverfis atvinnulífsins, reglubyrði, samkeppnishæfni og frammistöðu bæði stjórnsýslunnar og fyrirtækjanna sjálfra. Trúlega hefur ýmsum þótt Verslunarráð setja markið hátt með þessum áherslum sínum, en reynslan hefur hins vegar sýnt að markmiðin voru raunhæf. Fjölmargar alþjóðlegar samanburðarkannanir hafa að undanförnu staðfest að íslenskt efnahagslíf er frjálsara, sterkara og samkeppnishæfara en nokkru sinni fyrr. Þessa jákvæðu þróun er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um getu hagkerfisins til að takast á við vaxtarverki og þenslueinkenni, sem vissulega fylgja hinum hraða vexti efnahagslífsins um þessar mundir.

Lesa meira...
 
Birgir Ármannsson fjallar um viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur

Birtist á vefritinu Tíkinni 17. desember 2005
Undanfarna daga hafa allmargar fréttir birst í fjölmiðlum sem tengjast með einum eða öðrum hætti þeim sérstöku aðstæðum sem ríkja í viðskiptum með búvörur hér á landi. Annars vegar hefur sjónum verið beint að háu matvælaverði hér á landi og hins vegar hefur fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Hong Kong vakið umræður um höft gagnvart frjálsri verslun með landbúnaðarafurðir. Nokkuð er um liðið síðan stefnan í landbúnaðarmálum hefur orðið tilefni jafn mikilla umræðna og er því full ástæða til að staldra við þær upplýsingar og sjónarmið sem fram hafa komið að undanförnu.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL