R-listaflokkarnir geta ekki vikist undan ábyrgð

Birtist í Blaðinu 5. maí 2006
Nú þegar hlé hefur verið gert á þingstörfum og aðeins 3 vikur til kosninga er þess að vænta að borgarmálin fái aukna athygli. Það er vel enda skiptir geysilega miklu máli hvernig er haldið um stjórnvölinn í stærsta sveitarfélagi landsins.

Flokkarnir, sem hafa staðið að R-listanum, hafa reyndar gefist upp á því að bjóða fram saman og nota nú kosningabaráttuna til að kenna hver öðrum um klúður og óstjórn undanfarinna ára. Það breytir ekki því að þeir bera allir sem einn ábyrgð á stjórn borgarinnar á valdatíma R-listans og forystumenn þeirra, þau Dagur, Björn Ingi og Svandís, þurfa auðvitað að svara fyrir það sem úrskeiðis hefur farið. Það á jafnt við um skattahækkanir og skuldasöfnun, skipulagsvandræði og skort á framsýni við uppbyggingu borgarinnar.

Lesa meira...
 
Að mála sig út í horn

Birtist í Blaðinu 27. apríl 2006
Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar verður seint sakaður um að liggja á skoðunum sínum. Hann er óþreytandi talsmaður flokks síns bæði í ræðu og riti og er jafnan óspar á stóryrði í umfjöllun sinni um menn og málefni. Segja má að hann hafi skipað sér í fremstu röð þeirra vösku Samfylkingarmanna á þingi, sem alfarið hafa valið stóryrðastjórnmál fram yfir samræðustjórnmál. En Björgvin hefur hins vegar á undanförnum árum líka verið valinn til margvíslegra trúnaðarstarfa á vegum Samfylkingarinnar innan þings og utan og trúlega eru fáir sem þekkja jafn vel til innviða flokksins og hann.

Lesa meira...
 
Þverpólitík Samfylkingarinnar
Birtist í Blaðinu 23. mars 2006

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við ákvörðun Bandaríkjamanna um að draga flugsveit sína frá Keflavíkurflugvelli eru forvitnileg. Vinstri grænir túlka þennan atburð með þeim hætti að Bush, Rumsfeld og félagar hafi nú loksins - eftir 55 ár - látið undan óbærilegum þrýstingi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga, Frjálslyndi flokkurinn leitar ákaft að tengingu málsins við kvótakerfið en Samfylkingin lætur hins vegar eins og nú sé kominn tími til að flokkurinn taki varnarmál landsins í sínar hendur.

Lesa meira...
 
Viljum við vera Svíar?

Birtist í Blaðinu 8. mars 2006
"Tillaga þessi er í samræmi við réttarþróun á Norðurlöndum og er ákvæðið samhljóða nýlegum ákvæðum í dönskum og sænskum lögum." Það er æði oft sem texti af þessu tagi birtist í greinargerðum með lagafrumvörpum sem lögð eru fram á Alþingi. Stundum eru tillögur um lagabreytingar hér á landi jafnvel ekki studdar neinum öðrum rökum en þessum. Ýmis dæmi um það má finna í tillögum sem eiga uppruna í ráðuneytunum og lögð eru fram sem stjórnarfrumvörp en það er ekki síður stjórnarandstæðingar á þingi sem nota rökstuðning af þessu tagi.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL