Sókn Samfylkingar til áhrifaleysis
Birtist í Blaðinu 2. júní 2006
Kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna lauk síðasta laugardag en síðan hefur stjórnmálabaráttan einkum verið háð á tvennum vígstöðvum. Annars vegar keppast stjórnmálamenn við að túlka úrslit kosninganna sem mest sér í hag og hins vegar hafa staðið yfir meirihlutamyndanir á þeim stöðum þar sem enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta.

Túlkunaræfingar einstakra stjórnmálamanna og flokka hafa í sjálfu sér ekki mikla þýðingu en meirihlutamyndanir skipta hins vegar höfuðmáli þegar kemur að möguleikum flokkanna til að hrinda í framkvæmd stefnumálum sínum og áherslum.

Lesa meira...
 
Breytinga er þörf í Reykjavík

Birtist í Blaðinu 26. maí 2006
Ýmislegt skilur á milli flokkanna sem berjast um hylli kjósenda í Reykjavík þessa dagana, en ef eitthvað er að marka málflutning þeirra geta þeir sameinast um eitt, það er að breytinga sé þörf í Reykjavík.

R-listaflokkarnir hafa alla kosningabaráttuna verið á harðahlaupum frá fortíð sinni og gert hvað þeir geta til að láta umræðuna snúast um eitthvað annað en verk sín - og eftir atvikum verkleysi - í meirihluta borgarstjórnar síðustu 12 árin. Þegar gengið er á frambjóðendur þeirra vegna umdeildra mála láta þeir allir eins og þeir séu búnir að liggja í harðri stjórnarandstöðu allan þennan tíma og kenna hver öðrum um það sem misfarist hefur. Samt sem áður verður ekki annað ráðið af helstu forystumönnum þessara flokka að þeir hyggist vinna saman að kosningum loknum eigi þeir þess kost.

Lesa meira...
 
Taugatitringur Samfylkingarinnar
Birtist í Morgunblaðinu 26. maí 2006

Birgir Ármannsson svarar grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

Það verður að teljast óvenjuleg dirfska af formanni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að færa skattamál inn í umræðuna fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn með þeim hætti sem hún gerði í grein hér í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

Þar endurtekur hún sönginn um að skattbyrði hafi aukist í tíð ríkisstjórnarinnar en lætur þess að engu getið að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa jafnt og þétt lækkað skatthlutföll bæði á einstaklinga og fyrirtæki og afnumið einstaka skatta - raunar gegn háværum mótmælum þingmanna Samfylkingarinnar.

Lesa meira...
 
Flótti frá fortíð R-listans

Birtist í Blaðinu 18. maí 2006
Fyrir tólf árum mynduðu fjórir stjórnmálaflokkar kosningabandalag til að ná völdum í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þeim tíma var forystumönnum þeirra ljóst, að ímynd flokkanna og ferill þeirra var með þeim hætti, að eina leiðin til að komast til valda væri fólgin í því að strika yfir fortíðina, búa til nýjan listabókstaf og lógó og telja kjósendum trú um að fram væri komið nýtt afl til að stjórna borginni. Þeir mátu það svo - réttilega - að sundraðir myndu þeir ekki vinna traust borgarbúa og því væri nauðsynlegt að sýna fram á samstöðu til að mynda mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL