Útþenslustefna Evrópusambandsins

Birtist í Blaðinu 29. júní 2006
Undanfarna daga hef ég verið á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Meðal þeirra mála sem rædd hafa verið á þeim fundum sem ég hef setið eru samskipti Evrópuráðsins og Evrópusambandsins, en fram hafa komið áhyggjur af hálfu margra innan Evrópuráðsins af stöðugri tilhneigingu sambandsins til að útvíkka starfssvið sitt, nú síðast með því að undirbúa stofnun sérstakrar mannréttindaskrifstofu ESB. Hér er ekki ástæða til að fara nánar út í þetta mál að öðru leyti en því, að mannréttindamál hafa í áratugi verið lykilþáttur í starfi Evrópuráðsins og það hefur byggt upp mikilvægar stofnanir á því sviði. Það er líka rétt að hafa í huga að öll aðildarríki ESB eiga aðild að Evrópuráðinu, en þar eru líka til viðbótar yfir 20 ríki, sem ýmist geta ekki eða vilja ekki eiga aðild að ESB.

Lesa meira...
 
Fjölmörg skref fram á við – en eitt til baka

Birtist í Blaðinu 22. júní 2006
Enginn dregur í efa nauðsyn þess að sátt ríki á íslenskum vinnumarkaði á næstu mánuðum og misserum. Eftir langvarandi tímabil mikils uppgangs og stöðugrar kaupmáttaraukningar hefur verðbólgan gert vart við sig svo um munar og allir eru sammála um að mikilvægasta verkefnið framundan sé að ná henni niður. Að því verki þurfa allir að koma, bæði atvinnulífið, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld. Augljóst er að átök á vinnumarkaði við þessar aðstæður myndu gera viðfangsefnið illviðráðanlegt og því til mikils að vinna að koma í veg fyrir að slík staða komi upp.

Lesa meira...
 
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde

Birtist í Blaðinu 16. júní 2006
Síðdegis í gær tók ráðuneyti Geirs H. Haarde formlega við af ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar. Auk forsætisráðherraskipta urðu nokkrar breytingar á ráðherraembættum en auðvitað er í raun sama ríkisstjórn við völd, enda er áfram byggt á því samstarfi sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa átt með sér frá 1995 og stjórnarsáttmálinn frá vorinu 2003 stendur óbreyttur. Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna hafa með öðrum orðum staðfest vilja sinn til að starfa saman út þetta kjörtímabil eins og alltaf var gert ráð fyrir.

Lesa meira...
 
Framsókn þarf að klára sín mál

Birtist í blaðinu 9. júní 2006
Síðustu dagar hafa verið dálítið sérkennilegir fyrir okkur stjórnmálamenn. Sú atburðarás sem fór af stað með ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að láta af störfum sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur tekið á sig ýmsar og óvæntar myndir og á þessari stundu er of snemmt að spá fyrir um lyktir þeirra mála. Við sjálfstæðismenn höfum verið í þeirri óþægilegu stöðu að horfa á samstarfsmenn okkar til margra ára vega miskunnarlaust hver að öðrum á opinberum vettvangi en erum að sjálfsögðu ekki í neinni aðstöðu til að hlutast til um niðurstöðuna. Við erum að mörgu leyti í sömu stöðu og fólk sem horfir upp á hjónabandserjur hjá nákomnum vinum eða ættingjum - gerum okkur grein fyrir að vandamál eru til staðar og vonum að þau leysist – en höfum á sama tíma hvorki forsendur né vilja til að blanda okkur í deilurnar.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL