Efnahagsmálin og innlegg Davíðs

21. október 2006
Afar jákvæðar fréttir berast nú með reglulegu millibili af efnahagsmálum hér á landi. Komið hefur í ljós að hagvöxtur var mun meiri á síðasta ári en áður var talið og hagvöxtur á þessu ári hefur einnig verið góður, þótt hann jafnist ekki á við gífurlegan vöxt síðustu tveggja ára. Verðbólga fór vissulega yfir þau mörk sem æskilegt hefði verið seinni hluta sumars, en er þegar farin að lækka - og það hraðar en gert hafði verið ráð fyrir, samanber spár greiningardeilda bankanna. Og þrátt fyrir þetta verðbólguskot hefur kaupmáttur launa vaxið stöðugt, eftir mikinn og ánægjulegan vöxt í rúman áratug.

Lesa meira...
 
Horft til Höfða

13. október 2006
Afmælis leiðtogafundarins í Höfða er minnst með ýmsum hætti þessa dagana. Menn virðast nú almennt sammála um að þýðing hans hafi verið meiri en sýndist í fyrstu og má segja að með honum hafi ísinn verið brotinn milli leiðtoga stórveldanna, Reagans og Gorbatsjovs. Valdaskeið þess síðarnefnda í Sovétríkjunum er reyndar afar athyglisvert frá sögulegu sjónarhorni enda varð umheimurinn þá vitni að fjörbrotum stjórnkerfis kommúnista í þessu mikla ríki.

Lesa meira...
 
Skattalækkanir í þágu heimilanna

Birtist í Blaðinu 12. október 2006
Þrátt fyrir allar þær umræður sem fram hafa farið um lækkun matarverðs í landinu á undanförnum árum er eins og fjölmiðlar og stjórnmálamenn átti sig almennt ekki á því hversu róttækar tillögur ríkisstjórnin hefur lagt fram í þá átt. Um er að ræða fyrstu verulegu breytingarnar á virðisaukaskattinum í 14 ár. Skatthlutfallið í neðra þrepinu verður lækkað um helming og þeim flokkum vöru og þjónustu sem lenda í neðra þrepinu fjölgað til muna. Samhliða verða vörugjöld á mörgum tegundum afnumin, auk breytinga á tollum og fleiri þáttum sem einnig munu stuðla að lækkun verðs á matvælum. Samanlagt er gert ráð fyrir að þessar breytingar geti lækkað matarverðið í landinu um allt að 16%. Enn fremur verður um að ræða samræmingu og einföldun í skattlagningu á þessu sviði. Einhvern tímann hefði þetta þótt saga til næsta bæjar. Æði oft hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar rokið upp í ræðustól við upphaf þingfundar eða gert háværar kröfur um utandagskrárumræður af minna tilefni, en ekki nú. Hvað skyldi valda því?

Lesa meira...
 
Lækkun matarskatts og fleiri góð mál

10. október 2006
Tíðindi dagsins eru að sjálfsögðu tillögur ríkisstjórnarflokkanna um skattalækkanir með það að markmiði að lækka matarverð í landinu. Þessar tillögur eru í nokkrum liðum en mestu munar að sjálfsögðu um lækkun á virðisaukaskatti niður í 7% á mat og aðrar vörur og þjónustu sem nú bera 14% skatt. Þetta var skýrt loforð okkar sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar og er fagnaðarefni að samtaða náðist í ríkisstjórninni um að klára málið á kjörtímabilinu. Það er líka ánægjuefni að allar matvörur verða færðar í neðra virðisaukaskattsþrepið en hingað til hafa ýmsar þeirra borið 24,5% skatt.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL