Ögmundur Jónasson og þotuliðið
Viðhorf – Birgir Ármannsson
Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður seint sakaður um að fara með veggjum eða tala tæpitungu þegar hann lætur í ljós álit sitt á málefnum líðandi stundar. Hann heldur úti heimasíðu, sem er persónulegt málgagn hans, og er óhætt að mæla með henni sem skyldulesningu fyrir áhugamenn um þjóðmál. Oftast nær er ég hjartanlega ósammála skrifum hans enda er hann meðal skeleggustu talsmanna fyrir hið "villta vinstri" í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst hins vegar virðingarvert að hann segir skoðanir sínar umbúðalaust og enginn þarf að efast um afstöðu hans eða flokks hans til einstakra mála. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um suma aðra flokka á vinstri vængnum.
Lesa meira...