Hernaðurinn gegn atvinnulífinu

 Eftir Birgi Ármannsson 

Morgunblaðið 21. nóvember 2012

Í orði kveðnu eru flestir sammála um að forsenda hagvaxtar og batnandi lífskjara hér á landi sé að atvinnulífið nái aftur vopnum sínum eftir þau áföll, sem á því hafa dunið undanfarin ár. Velgengni atvinnulífsins er grundvöllur þess að vinna megi bug á atvinnuleysisvanda og fólksflótta, auka kaupmátt alls almennings með varanlegum hætti og tryggja á sama tíma tekjugrundvöll hins opinbera. Án aukinnar fjárfestingar atvinnuveganna, meiri verðmætasköpunar og útflutningstekna er tómt mál að tala um bætt kjör, fleiri störf eða eflingu opinberrar þjónustu á einhverjum sviðum.

Lesa meira...
 
Óvinir fólksins og andstæðingar lýðræðis

Eftir Birgi Ármannsson 

Birtist á pressunni 17. nóvember 2012

Eftir atkvæðagreiðsluna um frumvarpsdrög stjórnlagaráðs og fleira 20. október hefur átt sér stað talsverð umræða um tillögurnar og afdrif þeirra. Ber að fagna þeirri umræðu, þótt ýmislegt sem sagt hefur verið síðustu vikurnar hefði að skaðlausu mátt koma fram með enn skýrari hætti fyrir atkvæðagreiðsluna.

Lesa meira...
 
Rammaáætlun núverandi ríkisstjórnar?

Eftir Birgi Ármannsson 

Morgunblaðið 16. nóvember 2012

Einhvern næstu daga mun umfjöllun nefnda þingsins um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokallaða rammaáætlun, ljúka. Útlit er fyrir að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar muni leggja til að áætlunin verði afgreidd óbreytt, í þeirri útgáfu sem hún kom frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, Svandísi Svavarsdóttur og Oddnýju Harðardóttur, fyrr á þessu ári. Í því felst tillaga um að málið verði afgreitt í sama ágreiningi og það kom inn til þingsins, án þess að nein alvöru tilraun hafi verið gerð til að ná breiðari samstöðu.

Lesa meira...
 
Mikilvægt innlegg McKinsey og félaga

 Eftir Birgi Ármannsson 

Birtist í Viðskipablaðinu 8. nóvember 2012

Skýrsla hins alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækis McKinsey & Co. um Ísland, sem kynnt var fyrir stuttu, var athyglisverð um margt. Greining fyrirtækisins á veikleikum íslenska hagkerfisins er mikilvægt framlag til umræðna um þessi mál og sama má segja um umfjöllun þess um sóknarmöguleikana. Það atriði í skýrslunni, sem valdið hefur mér mestri umhugsun undanfarna daga, er þó tillaga skýrsluhöfunda um víðtækt samráð stjórnmálamanna, lykilstofnana og hagsmunasamtaka um nokkurs konar vaxtaráætlun fyrir Ísland. Með því er lagt til að þessir aðilar, stjórnmálamenn úr öllum flokkum, mikilvægar stofnanir á vegum stjórnvalda og samtök bæði fyrirtækja og launþega, taki sig saman um stefnumótun, sem hafi það að markmiði að auka kraftinn í íslensku efnahagslífi og stuðla að bættum lífskjörum til lengri tíma litið.

Lesa meira...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL